Íslenskur mótmælandi í stofufangelsi í Jerúsalem 9. ágúst 2006 12:15 Íslendingur af palestínskum ættum sat í stofufangelsi í Ísrael í fimm daga í síðustu viku. Hann tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Líbanon fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jerúsalem og var þar beittur harðræði af lögreglu og síðan handtekinn. Mál hans kemur til frekari meðferðar og óvíst hvort honum leyfist að fara frá Ísrael. Qosai M A Odeh er fæddur í Palestínu en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999 og er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann hélt til Jerúsalem sunnudaginn 30. júlí til að heimsækja ættingja og vini. Með honum í för var frændi hans, Ingi Tamimi, sem er 17 ára. Honum var haldið í rúmar 13 klukkustundir við komuna til landsins og á þeim tíma fékk hann hvorki vott né þurrt og gættu öryggisverðir hans. Það var svo mánudaginn 31. júlí sem Qosai átti leið hjá bandaríska sendiráðinu í Jerúsalem. Þar fyrir utan hafi verið 30 til 40 manns að mótmæla stríðinu í Líbanon og hann ákveðið að taka þátt. Her og sérsveit lögreglu hafi komið á vettvang og fylgst með en síðan ráðist á mótmælendur. Sérsveitarmenn hafi ráðist á hann fyrst, sex eða sjö í einu, og barið og notað piparúða. Þeir hafi einnig lamið móður hans og aðra sem reyndu að stöðva lögreglu. Að lokum hafi Qosai og fimm aðrir verið handteknir. Færðir í fangelsi. Skipað að afklæaðs og leitað á þeim. Honum hafi svo verið haldið í fjórar klukkustundir án þess að fá vott eða þurrt. Hann hafi síðan verið settur í stofufangelsi í fimm dag. Qosai var síðan látinn laus á sunndaginn og þá bannað að koma nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem í fimmtán daga. Eftir að Qosai var látinn laus gat hann fyrst haft samband við lögfræðing sem er að kanna framhald málsins fyrir hann. Honum hefur verið sagt að mál hans fari fyrir dóm og nánari upplýsingar berist síðar. Qosai segist ekki vita hvort honum sé bannað að fara frá Ísrael eins og stendur en telur það þó líklegt. Hann hafði ekki haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið síðast þegar fréttastofa NFS ræddi við hann. Erlent Fréttir Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Íslendingur af palestínskum ættum sat í stofufangelsi í Ísrael í fimm daga í síðustu viku. Hann tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Líbanon fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jerúsalem og var þar beittur harðræði af lögreglu og síðan handtekinn. Mál hans kemur til frekari meðferðar og óvíst hvort honum leyfist að fara frá Ísrael. Qosai M A Odeh er fæddur í Palestínu en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999 og er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann hélt til Jerúsalem sunnudaginn 30. júlí til að heimsækja ættingja og vini. Með honum í för var frændi hans, Ingi Tamimi, sem er 17 ára. Honum var haldið í rúmar 13 klukkustundir við komuna til landsins og á þeim tíma fékk hann hvorki vott né þurrt og gættu öryggisverðir hans. Það var svo mánudaginn 31. júlí sem Qosai átti leið hjá bandaríska sendiráðinu í Jerúsalem. Þar fyrir utan hafi verið 30 til 40 manns að mótmæla stríðinu í Líbanon og hann ákveðið að taka þátt. Her og sérsveit lögreglu hafi komið á vettvang og fylgst með en síðan ráðist á mótmælendur. Sérsveitarmenn hafi ráðist á hann fyrst, sex eða sjö í einu, og barið og notað piparúða. Þeir hafi einnig lamið móður hans og aðra sem reyndu að stöðva lögreglu. Að lokum hafi Qosai og fimm aðrir verið handteknir. Færðir í fangelsi. Skipað að afklæaðs og leitað á þeim. Honum hafi svo verið haldið í fjórar klukkustundir án þess að fá vott eða þurrt. Hann hafi síðan verið settur í stofufangelsi í fimm dag. Qosai var síðan látinn laus á sunndaginn og þá bannað að koma nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem í fimmtán daga. Eftir að Qosai var látinn laus gat hann fyrst haft samband við lögfræðing sem er að kanna framhald málsins fyrir hann. Honum hefur verið sagt að mál hans fari fyrir dóm og nánari upplýsingar berist síðar. Qosai segist ekki vita hvort honum sé bannað að fara frá Ísrael eins og stendur en telur það þó líklegt. Hann hafði ekki haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið síðast þegar fréttastofa NFS ræddi við hann.
Erlent Fréttir Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira