Erlent

Ótrygg söfn í Rússlandi

Tilviljun ein réði því að stjórnendur ríkissafnsins í Rússlandi uppgötvuðu að búið var að stela mörg hundruð teikningum eftir virtan rússneskan arkitekt sem voru í eigu safnsins. Upp komst um þjófnaðinn þegar reynt var að selja níu teikningar eftir arkitektinn Yakov Chernkhov á uppboði í Bretlandi í júní. Ekki er vitað nákvæmlega hve mörgum teikningum var stolið en síðan í júní hafa hátt í þrjú hundruð til viðbótar fundist á mörkuðum í Rússlandi og annars staðar og eru þær samanlagt metnar á níutíu og tvær milljónir króna.

Þessar fregnir auka en á áhyggjur af öryggismálum í Rússneskum söfnum en í síðustu viku var greint frá því að á síðasta ári hefði rúmlega tvö hundruð og tuttugu listaverkum verið stolið frá hinu virta Hermitage-safni. Verkin eru samanlagt metin á jafnvirði rúmlega þrjú hundruð og fimmtíu milljóna króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×