Orðalag ályktunar rætt 8. ágúst 2006 12:00 MYND/AP Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. Spengjum var beint að rúmlega fjörutíu byggingum Hizbollah eftir að liðsmenn samtakanna skutu rúmlega hundrað og fjörutíu flugskeytum á ísraelskt landsvæði í gær. Að minnsta kosti fjörutíu og níu almennir borgarar féllu í árásum Ísraelshers á Líbanon í gær. Sprengjum hefur rignt yfir suðurhluta Beirút í nótt og í morgun. Auk þess hafa hermenn barist við Hizbollah-skæruliða víða á jörðu niðri á sama tíma. Hermenn bíða nú við landamæri Ísraels að Suður-Líbanon eftir fyrirmælum um að halda þar inn gráir fyrir járnum og styðja við það lið sem þegar berst í bæjum á svæðinu. Til harðra átaka mun hafa komið í nótt. Öryggisráð ísraelska þingsins kemur saman til fundar í dag til að ræða það hvort aðgerðir Ísraelshers verði hertar enn frekar og ráðist á fleiri svæði. Sendifulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum sitja nú á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem mun miða að því að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah-liða. Líbönsk stjórnvöld hafa krafist þess að ályktunin feli í sér tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar frá Arababandalaginu eru væntanlegir til New York í dag til að leggja áherslu á þá kröfu. Líbanar hafa heitið því að senda fimmtán þúsund hermenn að landamærunum um leið og Ísraelar kalli sitt lið heim. Samkvæmt uppkastinu sem er til umræðu er gert ráð fyrir að bardagar hætti þegar og mun sú ályktun þá leggja grunn að annarri sem verður grundvöllur að innkomu fjölþjóðlegs herliðs í Suður-Líbanon. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, lagði af stað til fundar við Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, í dag og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á morgun. Áður en hann fór sagði Steinmeier nú tækifæri til að stilla til friðar í átökum Ísraela og Hizbollah-liða og sagði að svo virtist sem fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefðu komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem yrði borin undir atkvæði fljótlega. Erlent Fréttir Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. Spengjum var beint að rúmlega fjörutíu byggingum Hizbollah eftir að liðsmenn samtakanna skutu rúmlega hundrað og fjörutíu flugskeytum á ísraelskt landsvæði í gær. Að minnsta kosti fjörutíu og níu almennir borgarar féllu í árásum Ísraelshers á Líbanon í gær. Sprengjum hefur rignt yfir suðurhluta Beirút í nótt og í morgun. Auk þess hafa hermenn barist við Hizbollah-skæruliða víða á jörðu niðri á sama tíma. Hermenn bíða nú við landamæri Ísraels að Suður-Líbanon eftir fyrirmælum um að halda þar inn gráir fyrir járnum og styðja við það lið sem þegar berst í bæjum á svæðinu. Til harðra átaka mun hafa komið í nótt. Öryggisráð ísraelska þingsins kemur saman til fundar í dag til að ræða það hvort aðgerðir Ísraelshers verði hertar enn frekar og ráðist á fleiri svæði. Sendifulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum sitja nú á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem mun miða að því að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah-liða. Líbönsk stjórnvöld hafa krafist þess að ályktunin feli í sér tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar frá Arababandalaginu eru væntanlegir til New York í dag til að leggja áherslu á þá kröfu. Líbanar hafa heitið því að senda fimmtán þúsund hermenn að landamærunum um leið og Ísraelar kalli sitt lið heim. Samkvæmt uppkastinu sem er til umræðu er gert ráð fyrir að bardagar hætti þegar og mun sú ályktun þá leggja grunn að annarri sem verður grundvöllur að innkomu fjölþjóðlegs herliðs í Suður-Líbanon. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, lagði af stað til fundar við Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, í dag og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á morgun. Áður en hann fór sagði Steinmeier nú tækifæri til að stilla til friðar í átökum Ísraela og Hizbollah-liða og sagði að svo virtist sem fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefðu komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem yrði borin undir atkvæði fljótlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira