Erlent

Lopez Obrador vill endurtelja atkvæði að fullu

Andreas Manuel Lopez Obrador
Andreas Manuel Lopez Obrador MYND/AP

Frambjóðandi vinstrimanna í nýafstöðnum forsetakosningum í Mexíkó hafnar niðurstöðu hæstaréttar landsins um að fyrirskipa endurtalningu atkvæða einungis að hluta. Andres Manuel Lopez Obrador hvatti stuðningsmenn sína í gær til þess að halda áfram mótmælaaðgerðum sínum í miðborg Mexíkóborgar, þar sem tugþúsundir manna hafa stöðvað bæjarlíf undanfarna daga. Kosningarnar fóru fram 2. júlí og samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut hægrimaðurinn Felipe Calderon nauman meirihluta.

Búist er við að talningamenn verði að störfum fram á næstu helgi við að telja þau atkvæði sem hæstiréttur ákvað að ætti að telja aftur. Kjörstjórn hefur frest til sjötta september að úrskurða um sigurvegara kosninganna. Kjörstjórnin í Mexíkó nýtur mikillar virðingar fyrir framkvæmd kosninga undanfarinna ára og er talin hafa átt þátt í að styrkja lýðræði í landinu til muna. Lopez Obrador segir hins vegar að starfsmenn hennar séu glæpamenn og hefur jafnvel ásakað eigin flokksmenn um svik við sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×