Erlent

Óásættanlegt að hætta að auðga úran

Ali Larijani, helsti samningamaður Írana
Ali Larijani, helsti samningamaður Írana MYND/AP
Stjórnvöld í Íran segja nýjustu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna varðandi kjarnorkuáætlun landsins vera óásættanlega. Í ályktuninni er þess krafist að Íranar hætti að auðga úran. Stjórnvöldum er gefinn frestur til ágústloka til að hætta við kjarnorkuáætlun sína, ella verði landið beitt efnahagslegum og pólitískum þvingunum. Asefi, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ályktunina ólöglega og ganga gegn réttindum Írans. Hann sagði þó að Íranar myndu taka þátt í samningaviðræðum til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Hins vegar sagði Ali Larijani, yfirmaður samninganefndar Írana, í dag að stjórnvöld myndu frekar víkka út kjarnorkuáætlun sína en hætta við hana, í mótmælaskyni við ályktunina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×