Erlent

Átök í rénum í bænum Muttur

Stjórnarhermenn á verði
Stjórnarhermenn á verði MYND/AP
Stjórnarherinn í Sri Lanka segist vera búinn að ná stjórn yfir bænum Muttur í norðausturhluta landsins. Þúsundir hafa flúið bæinn eftir harða bardaga þar síðustu daga. Í síðustu viku lokuðu Tamíl tígrarnir fyrir vatn til bæja sem stjórnarherinn ræður yfir í norðausturhlutanum. Seinni partinn í gær dró úr átökunum en enn er ekki búið að leysa vandamál varðandi vatnsskort. Stjórnarherinn og Tamíl tígrarnir undirrituðu samning um vopnahlé árið 2002 eftir tæplega tveggja áratuga borgarastríð þar í landi. Bardagar hafa þó verið tíðir, sérstaklega í kringum bæinn Muttur sem er undir stjórn hersins en á svæði Tamíl tígranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×