Grænfriðungar bjóða aðstoð í Líbanon 4. ágúst 2006 18:45 Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira