Reynt að stilla til friðar á Sri Lanka

Sendinefnd norskra sáttasemjara kom til Sri Lanka í morgun, til að reyna að stilla til friðar eftir að ástandið þar versnaði til muna í vikunni. Verst eru átökin nú á norðuausturströnd eyjarinnar, við bæina Muttur og Trinomalee, þar sem stjórnarherinn berst nú við Tamíltígra til að ná aftur yfirráðum yfir fljóti sem er mikilvæg flutningaleið inn til landsins.