Lyfjafræðingar hjá breska lyfjafyrirtækinu Glaxo Smith Kline telja sig hafa þróað bóluefni gegn hinu banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu. Fjöldaframleiðsla á því gæti hafist á næsta ári.
Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvaprsins, BBC. Bóluefnið er sagt hafa gefið góða raun í klínískum rannsóknum í Belgíu. Þær sýni að bóluefnið virki vel þegar tveir skammtar séu gefnir. Mestu skipti svo að finna hveru stórir skammtarnir megi vera. GlaxoSmithKlein á þó enn eftir að birta niðurstöður rannsóknanna opinberlega.
Mörg önnur lyfjafyrirtæki eru einnig að þróa bóluefni og hafa þau flest fengið undanþágur frá ýmsum kröfum við leyfisveitningar í Bandaríkjunum og Evrópu.
Helsti keppinautur Glaxo, franska lyfjafyrirtækkið Sanofi Aventis vinnur að því hörðum hönum að þróa bóluefni og sýndi grein í tímaritinu Lacet að bólefnið sem þar er þróað virkar, enn sem komið er, bara vel á suma sjúklinga.
Óttast er að veiran sem veldur flensunni kunni að stökkbreytast og segja sérfræðingar erfitt eða ómögulegt að þróa bóluefni við því afbrigði fyrirfram.
Fulltrúi Glaxo á ekki von á að bólusetning muni kosta mikið, líkast til jafnvirði tæplega þrjú hundruð íslenskra króna á sprautu.
Frá árinu 2003 hefur fuglaflensa greinst í rúmlega 230 mönnum og hefur flensan dregið 133 sjúklinga til dauða.