Barroktónlist í fyrirrúmi á tónleikum í Hallgrímskirkju 27. júlí 2006 10:00 Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik leikur í Hallgrímskirkju 29. pg 30. júlí nk. Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega Tónlistarháskólann (Konservatoríið) í Kaupmannahöfn er gestur Alþjóðlegs orgelsumars 29. og 30. júlí næstkomandi. Hún hefur sérstaklega lagt sig eftir túlkun barroktónlistar og þá sérstaklega tónlistar Dietrich Buxtehude sem var organisti í fæðingarbæ Bine, Helsingjaeyri, áður en hann færði sig til Lübeck sem flestir tengja hann við. Hún hefur til dæmis hljóðritað öll orgelverk hans. Á hádegistónleikunum, 29. júlí kl. 12, leikur Bine Bryndorf eingöngu barroktónlist. Hún byrjar með Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir J.S. Bach, svo A Voluntary for ye Duble Organ eftir Henry Purcell, verk sem hefur ekki heyrst hér áður og hún lýkur tónleikunum með Prelúdíu í D-dúr eftir Dietrich Buxtehude. Tónleikar sunndagsins, 30. júlí kl. 20, eru rammaðir inn af tveimur Prelúdíum eftir Buxtehude því þeir byrja á BuxWV 139 í D-dúr og þeim lýkur á BuxWV 140 í d-moll. Inn á milli leikur hún til skiptist tónlist frá 18. öld og þeirri 20. Eftir Prelúdíu í D-dúr er Sanctus úr Messe de couvents eftir François Couperin, þá tveir þættir úr Les Corps glorieus (Hinir dýrlegur líkamar) eftir Olivier Messiaen, Andante í F-dúr eftir W. A. Mozart og fyrir hlé lýkur með Contrasti per organo sem Vagn Holmboe skrifaði árið 1972. Það er í 6 þáttum og er eitt þriggja verka sem Vagn Holmboe hefur skrifað en hann er meðal þekktustu tónskáldum Dana í dag. Eftir hlé leikur Bine Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Bach skrifaði sex sónötur sem æfingaverk fyrir elsta son sinn Wilhelm Friedemann, allar þriggja radda, ein í hvorri hendi og ein í fótspili og má alveg líta á þær sem tríó fyrir kammerhóp en organistinn leikur allar þrjár raddirnar. Tónleikunum lýkur, eins og áður segir, með Prelúdíu í d-moll eftir Buxtehude. Bine Katrine Bryndorf hlaut fyrstu orgelkennslu sína hjá Kristian Olesen og Bo Grønbech. Árin 1987-1991 var hún við orgelnám hjá Michael Radulescu og nám í semballeik hjá Gordon Murray við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Síðan stundaði hún einnig nám hjá William Porter i Boston og Daniel Roth í París. Eftir lokapróf í kirkjutónlist, orgelleik og semballeik var Bine Bryndord aðstoðarkennari Michael Radulescus í Vín. Árið 1994 varð hún dósent við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og í janúar 2001 varð hún prófessor við sama skóla. Síðan 1996 hefur hún einnig verið organisti við Vartov kirkju í miðborg Kaupmannahafnar. Bine Bryndorf hefur unnið til verðlauna í orgel¬keppnum í Innsbruck, Brugge og í Óðinsvéum auk verðlauna í kammertónlistarkeppnum í Melk og í Kaupmannahöfn í keppni á vegum Danska útvarpsins. Hún hlaut Gade-verðlaunin 1987 og veturinn 1999-2000 var hún útnefnd tónlistarmaður ársins af Rás 2 (klassísk rás) Danska útvarpsins. Bine Bryndorf er mjög virk sem einleikari og með kammertónlistarhópum auk þess sem hún hefur kennt á meistarakúrsum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er hún einnig eftirsótt sem dómari í orgelkeppnum. Undanfarin ár hefur Bine Bryndorf unnið að hljóðritun verka Dietrichs Buxtehude og hefur þeirri hljóðritun verið mjög vel tekið. Lífið Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega Tónlistarháskólann (Konservatoríið) í Kaupmannahöfn er gestur Alþjóðlegs orgelsumars 29. og 30. júlí næstkomandi. Hún hefur sérstaklega lagt sig eftir túlkun barroktónlistar og þá sérstaklega tónlistar Dietrich Buxtehude sem var organisti í fæðingarbæ Bine, Helsingjaeyri, áður en hann færði sig til Lübeck sem flestir tengja hann við. Hún hefur til dæmis hljóðritað öll orgelverk hans. Á hádegistónleikunum, 29. júlí kl. 12, leikur Bine Bryndorf eingöngu barroktónlist. Hún byrjar með Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir J.S. Bach, svo A Voluntary for ye Duble Organ eftir Henry Purcell, verk sem hefur ekki heyrst hér áður og hún lýkur tónleikunum með Prelúdíu í D-dúr eftir Dietrich Buxtehude. Tónleikar sunndagsins, 30. júlí kl. 20, eru rammaðir inn af tveimur Prelúdíum eftir Buxtehude því þeir byrja á BuxWV 139 í D-dúr og þeim lýkur á BuxWV 140 í d-moll. Inn á milli leikur hún til skiptist tónlist frá 18. öld og þeirri 20. Eftir Prelúdíu í D-dúr er Sanctus úr Messe de couvents eftir François Couperin, þá tveir þættir úr Les Corps glorieus (Hinir dýrlegur líkamar) eftir Olivier Messiaen, Andante í F-dúr eftir W. A. Mozart og fyrir hlé lýkur með Contrasti per organo sem Vagn Holmboe skrifaði árið 1972. Það er í 6 þáttum og er eitt þriggja verka sem Vagn Holmboe hefur skrifað en hann er meðal þekktustu tónskáldum Dana í dag. Eftir hlé leikur Bine Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Bach skrifaði sex sónötur sem æfingaverk fyrir elsta son sinn Wilhelm Friedemann, allar þriggja radda, ein í hvorri hendi og ein í fótspili og má alveg líta á þær sem tríó fyrir kammerhóp en organistinn leikur allar þrjár raddirnar. Tónleikunum lýkur, eins og áður segir, með Prelúdíu í d-moll eftir Buxtehude. Bine Katrine Bryndorf hlaut fyrstu orgelkennslu sína hjá Kristian Olesen og Bo Grønbech. Árin 1987-1991 var hún við orgelnám hjá Michael Radulescu og nám í semballeik hjá Gordon Murray við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Síðan stundaði hún einnig nám hjá William Porter i Boston og Daniel Roth í París. Eftir lokapróf í kirkjutónlist, orgelleik og semballeik var Bine Bryndord aðstoðarkennari Michael Radulescus í Vín. Árið 1994 varð hún dósent við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og í janúar 2001 varð hún prófessor við sama skóla. Síðan 1996 hefur hún einnig verið organisti við Vartov kirkju í miðborg Kaupmannahafnar. Bine Bryndorf hefur unnið til verðlauna í orgel¬keppnum í Innsbruck, Brugge og í Óðinsvéum auk verðlauna í kammertónlistarkeppnum í Melk og í Kaupmannahöfn í keppni á vegum Danska útvarpsins. Hún hlaut Gade-verðlaunin 1987 og veturinn 1999-2000 var hún útnefnd tónlistarmaður ársins af Rás 2 (klassísk rás) Danska útvarpsins. Bine Bryndorf er mjög virk sem einleikari og með kammertónlistarhópum auk þess sem hún hefur kennt á meistarakúrsum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er hún einnig eftirsótt sem dómari í orgelkeppnum. Undanfarin ár hefur Bine Bryndorf unnið að hljóðritun verka Dietrichs Buxtehude og hefur þeirri hljóðritun verið mjög vel tekið.
Lífið Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira