Framtíð friðargæslu í Líbanon óljós 25. júlí 2006 21:47 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. 2000 friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa í 28 ár gætt landamæranna milli Líbanons og Ísraels, eða allt frá því að Ísraelar drógu sig út úr Líbanon árið 1978. Framtíð verkefnisins sem í daglegu tali er nefnt UNIFIL, er nú óviss, svo ekki sé meira sagt, þar sem heimild verkefnisins rennur út um næstu mánaðamót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bað í gær um að verkefnið yrði framlengt um mánuð í viðbót. Stjórnvöld í Líbanon hafa ennfremur beðið um að UNIFIL njóti við í hálft ár til viðbótar. Eftir fund öryggisráðsins í dag sagði sendiherra Frakklands gagnvart Sameinuðu þjóðunum að framtíð friðargæsluliðs í Líbanon ylti að verulegu leyti á niðurstöðum alþjóðlegra viðræðna um málefnið sem fram fara í Róm á morgun. Hann sagði þó að flestir væru þó að komast á þá skoðun að skynsamlegt væri að alþjóðlegt friðargæslulið gætti landamæranna milli Líbanons og Ísraels og styddi líbönsk stjórnvöld í að ná aftur stjórn á svæðinu og koma á friði og stöðugleika. Friðargæsludeild Sameinuðu þjóðanna segist alls ekki hafa í hyggju að draga burt þá tæplega 2000 friðargæsluliða sem nú gæta bláu línunnar milli Líbanons og Ísraels, þrátt fyrir ofbeldið og miklar takmarkanir á ferðafrelsi friðargæslunnar. Ekki virðist hins vegar vera samstaða um að auka við friðargæslulið í Líbanon. Flest ríki styðja það að fjölgað verði í friðargæsluliðinu en áhöld eru um hvaðan liðsstyrkurinn eigi að koma. Bandaríkjamenn hafa þvertekið fyrir að senda hermenn sína þar sem þeir telja að þeir myndu verða skotmörk Hisbollah. NATO, sem og Bretland þykjast hafa of mörg járn í eldinum til að hafa hermenn aflögu. Þjóðverjar og fleiri segjast eingöngu munu taka þátt í friðargæslu ef samþykki Hisbollah liggur fyrir eða ef áður hefur samist um vopnahlé. Erlent Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. 2000 friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa í 28 ár gætt landamæranna milli Líbanons og Ísraels, eða allt frá því að Ísraelar drógu sig út úr Líbanon árið 1978. Framtíð verkefnisins sem í daglegu tali er nefnt UNIFIL, er nú óviss, svo ekki sé meira sagt, þar sem heimild verkefnisins rennur út um næstu mánaðamót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bað í gær um að verkefnið yrði framlengt um mánuð í viðbót. Stjórnvöld í Líbanon hafa ennfremur beðið um að UNIFIL njóti við í hálft ár til viðbótar. Eftir fund öryggisráðsins í dag sagði sendiherra Frakklands gagnvart Sameinuðu þjóðunum að framtíð friðargæsluliðs í Líbanon ylti að verulegu leyti á niðurstöðum alþjóðlegra viðræðna um málefnið sem fram fara í Róm á morgun. Hann sagði þó að flestir væru þó að komast á þá skoðun að skynsamlegt væri að alþjóðlegt friðargæslulið gætti landamæranna milli Líbanons og Ísraels og styddi líbönsk stjórnvöld í að ná aftur stjórn á svæðinu og koma á friði og stöðugleika. Friðargæsludeild Sameinuðu þjóðanna segist alls ekki hafa í hyggju að draga burt þá tæplega 2000 friðargæsluliða sem nú gæta bláu línunnar milli Líbanons og Ísraels, þrátt fyrir ofbeldið og miklar takmarkanir á ferðafrelsi friðargæslunnar. Ekki virðist hins vegar vera samstaða um að auka við friðargæslulið í Líbanon. Flest ríki styðja það að fjölgað verði í friðargæsluliðinu en áhöld eru um hvaðan liðsstyrkurinn eigi að koma. Bandaríkjamenn hafa þvertekið fyrir að senda hermenn sína þar sem þeir telja að þeir myndu verða skotmörk Hisbollah. NATO, sem og Bretland þykjast hafa of mörg járn í eldinum til að hafa hermenn aflögu. Þjóðverjar og fleiri segjast eingöngu munu taka þátt í friðargæslu ef samþykki Hisbollah liggur fyrir eða ef áður hefur samist um vopnahlé.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira