Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon 25. júlí 2006 12:45 Mynd af öðrum sjúkrabíl Rauða krossins í Líbanon sem varð fyrir árás á sunnudaginn. MYND/AP Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé. Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira