Erlent

Egeland vill koma á vopnahléi milli Ísrael og Líbanon

Egeland kom til Ísrael í dag.
Egeland kom til Ísrael í dag. Mynd/AP

Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Egeland segir tímabært að þjáningum borgara beggja landa fari að linna. Hann segir viðræður við Ísraelsher hafa gengið vel og nú þegar sé byrjað að greiða fyrir flutning fólks frá Beirút á sjó og landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×