Erlent

Rice fundar með Olmert í dag

Rice kom til Beirút í gær.
Rice kom til Beirút í gær. Mynd/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú komin til Ísraels en hún hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær í Beirút, höfuðborg Líbanons. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax. Fréttavefur CNN segir ráðamenn í Beirút hafa þótt ummæli Rice, á fundinum með þeim, langt því frá hvetjandi. Rice fundar í dag með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. Átök milli Ísraelshers og Hiszbollah skæruliða héldu áfram í suðurhluta Líbanon í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×