Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag 24. júlí 2006 12:00 Mynd/AP Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga. Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira