Viðskipti erlent

AMD kaupir ATI

Starfsmaður AMD.
Starfsmaður AMD. Mynd/AFP

Bandaríski örgjörvaframleiðandinn AMD, sem er annar umsvifamesti framleiðandinn á þessu sviði í heiminum, ætlar að kaupa skjákortafyrirtækið ATI Technologies. Kaupverðið nemur 5,4 milljörðum bandaríkjadala, eða 399 milljörðum íslenskra króna. Að sögn forsvarsmanna AMD er markmiðið að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á íhlutamarkaði fyrir tölvur og saxa á forskot keppinautarins Intel.

AMD mun greiða fyrir ATI með 4,2 milljörðum dala í reiðufé og 57 milljón hlutum í AMD.

Orðrómur um hugsanlegan samruna fyrirtækjanna komst á kreik í maí síðastliðnum. Fjármálasérfræðingar voru hins vegar sammála um að samruni fyrirtækjanna myndi skila litlu fyrir AMD.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×