Liðsflutningar til landamæranna halda áfram 22. júlí 2006 10:01 Zrariyeh í Líbanon MYND/AP Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Ellefti dagur átakanna á milli Ísraela og skæruliða Hizbollah rann upp í morgun en ófriðurinn hefur nú valdið dauða 345 manns, flestra óbreyttra borgarara. Hundruð þúsunda Líbana eru nú á flótta frá suðurhluta landsins til norðursins og virðist algert neyðarástand ríkja á meðal almennings. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem heldur til Mið-Austurlanda í upphafi næstu viku, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi ekki beita sér fyrir vopnahléi að svo stöddu þar sem það skilaði engum árangri fyrr en búið væri að uppræta rót átakanna, sem að hennar mati eru Hizbollah-samtökin, og stuðningur Írana og Sýrlendinga við þau. Í þessu sambandi má geta að sendingu á fjarstýrðum sprengjum frá Bandaríkjunum var hraðað til Ísraels í vikunni, en frá þessu var greint í dagblaðinu New York Times. Ísraelsher hefur safnað miklu liði við líbönsku landamærin en yfirmaður hersins sagði í morgun að allsherjarinnrás væri ekki á döfinni að sinni. Í staðinn ræðst landherlið inn á ákveðnum stöðum í takmarkaðan tíma. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði mjög við landhernaði Ísraela í samtali við CNN í morgun og sagði slíkt magna átökin enn. Embættismenn í líbönsku ríkisstjórninni hafa sagt að ráðist Ísraelar inn yrði líbanska hernum teflt fram gegn þeim. Erlent Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Ellefti dagur átakanna á milli Ísraela og skæruliða Hizbollah rann upp í morgun en ófriðurinn hefur nú valdið dauða 345 manns, flestra óbreyttra borgarara. Hundruð þúsunda Líbana eru nú á flótta frá suðurhluta landsins til norðursins og virðist algert neyðarástand ríkja á meðal almennings. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem heldur til Mið-Austurlanda í upphafi næstu viku, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi ekki beita sér fyrir vopnahléi að svo stöddu þar sem það skilaði engum árangri fyrr en búið væri að uppræta rót átakanna, sem að hennar mati eru Hizbollah-samtökin, og stuðningur Írana og Sýrlendinga við þau. Í þessu sambandi má geta að sendingu á fjarstýrðum sprengjum frá Bandaríkjunum var hraðað til Ísraels í vikunni, en frá þessu var greint í dagblaðinu New York Times. Ísraelsher hefur safnað miklu liði við líbönsku landamærin en yfirmaður hersins sagði í morgun að allsherjarinnrás væri ekki á döfinni að sinni. Í staðinn ræðst landherlið inn á ákveðnum stöðum í takmarkaðan tíma. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði mjög við landhernaði Ísraela í samtali við CNN í morgun og sagði slíkt magna átökin enn. Embættismenn í líbönsku ríkisstjórninni hafa sagt að ráðist Ísraelar inn yrði líbanska hernum teflt fram gegn þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira