Átökin breiðast hratt út í Líbanon 19. júlí 2006 19:48 Tugþúsundir útlendinga eru fastir í Líbanon en þessum mæðgum tókst þó að komast burt í tæka tíð. Mynd/AP Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira