Erlent

Í það minnsta 327 manns látnir á Jövu

Tala látinna eftir flóðbylgju á eynni Jövu í Indónesíu er nú komin upp í 327 og 160 til viðbótar er enn saknað. Flóðbylgjan skall á suðurströnd Jövu eftir að jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter varð fyrir utan suðurströnd eyjarinnar í gærmorgun.

Tveggja metra háar öldur skullu fyrirvaralaust á suðurströnd Jövu skömmu eftir skjálftann. Tala látinna á enn eftir að hækka meðan björgunarsveitarfólk leitar í rústum húsa og hótela að eftirlifendum eða líkum. Neyðaraðstoð er nú farin að berast til Jövu, hjálpargögn, matvæli og líkpokar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×