Morrissey mætir á klakann - Miðasala hefst á morgun 17. júlí 2006 10:30 Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana. Lífið Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana.
Lífið Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira