Viðskipti erlent

Verðmæti útfluttra sjávarafurða dróst saman

Þorskur.
Þorskur.

Verðmæti sjávarafurða til útflutnings á síðasta ári nam 112 milljörðum króna en það er 5,7 prósentum minna en árið á undan. Verðið hélst lítið breytt á heildina litið í íslenskum krónum og dróst framleiðslan, mæld á föstu verði ársins 2004, því saman um 5,6 prósent.

Þetta kemur fram í ritinu Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2005, sem er nýkomið út.

Þar kemur m.a. fram að fluttar voru út sjávarafurðir fyrir 110,1 milljarð krón á síðasta ári. Útflutningur dróst saman á milli ára í tonnum talið, um 8,8 prósent en í verðmæti um 9,5 prósent. Þá dróst aflaverðmæti allra aflategunda nema uppsjávarfisks saman frá fyrra ári

Í ritinu segir að frystar afurðir skiluðu yfir helmingi útflutningsverðmætis. Blautverkaður saltfiskur úr þorski skilaði mestu eða 11,2 milljörðum króna. Verðmæti ísaðra afurða jókst en tekjur af útflutningi saltaðra afurða dróst saman.

Mest var flutt út til Evrópska efnahagssvæðisins eða fyrir 85,6 milljarða króna. Það er 9,2 prósentum minna en árið 2004. Þá kemur fram í ritinu að samdráttar hafi gætt í útflutningsverðmætti til allra helstu viðskiptalanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×