Erlent

Fundur ríkja sunnan Sahara

Nokkur hundruð manns eru nú saman komin í Goa í Malí til að kljást við ýmis vandamál sem hrjá Afríkuríki sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Rástefnan er settur á sama tíma og fundur átta helstu iðnríkja heims til þess að vekja athygli á ýmsum umræðuefnum sem forsvarsmenn ráðstefnunnar segja ekki hljóta neina umfjöllun á G8-fundinum, svo sem vopnuð átök sunnan Sahara, eyðni, skuldastaða Afríkuríkja og viðskiptahættir vestrænna fyrirtækja í Afríku.

Ráðstefnuna sitja meðal annarra fulltrúar Burkina Faso, Níger, Fílabeinsstrandarinnar og Malí. Á henni verður sjónum helst beint að réttlátum viðskiptum. Malí er stærsti bómullarframleiðandinn sunnan Sahara, en fulltrúi Malí segir bómullarbændur þurfa að borga bandarískum bómullarframleiðendum tolla af framleiðslu sinni og geti því ekki verið samkeppnishæfir á alþjóðlegum markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×