Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu

Enn er ekki búið að ná tökum á skógareldum í Kalirforníu í Bandaríkjunum. Um fjögur þúsund slökkviliðsmenn unnu að því að slökkva eldana í gær. Lögreglumenn fundu í gær lík manns sem saknað hefur verið síðan á þriðjudag þegar hann bjóst til að yfirgefa heimili sitt á flótta undan eldunum. Slökkviliðsmenn hafa náð einhverjum tökum á eldunum sem geisa við Sawtooth en ekki eldum við Millard.