Viðskipti erlent

Fasteignaverð lækkar í Danmörku

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Mynd/Pjetur Sigurðsson

Fasteignaverð í Danmörku lækkaði um 2,6 prósent í Danmörku á öðrum ársfjórðungi, að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau. Hækkun fasteignaverðs í landinu var óvenju mikil á fyrstu þremur mánuðum ársins eða 5,6 prósent að meðaltali. Mest var lækkunin í Kaupmannahöfn eða 9,7 prósent.

Greiningardeild KB banka segir fasteignamarkaðinn í Kaupmannahöfn vera orðinn þann lang dýrasta á Norðurlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×