Erlent

Síðasta geimgangan

Tveir geimfarar úr áhöfn geimferjunnar Discovery brugðu sér í dag í síðustu geimgöngu yfirstandandi leiðangurs. Tilgangur göngunnar var að prófa gagnsemi nýs fyllingarefnis við viðgerðir á ferjunni. Gangan tók sex klukkustundir en meðan á henni stóð sprautuðu geimfararnir efninu á kolefnisplötur, svipaðar þeim sem geimferjan er klædd. Með efninu verður hægt að laga sprungur á álagspunktum ferjunnar en slíkar sprungur ollu því að viðnám geimferjunnar Kólumbíu var svo mikið þegar hún kom inn í gufuhvolf jarðar í sinni hinstu ferð að hún fórst með sjö manna áhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×