Erlent

Indverjar reiðir Pakistönum

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Mumbai á Indlandi í gær, sem kostuðu 183 mannslíf. Samskipti Indverja og Pakistana hafa kólnað vegna ódæðanna.

Íbúar Mumbai-borgar héldu áfram sínum daglegu störfum í morgun, tæpum sólarhring eftir að átta sprengjur sprungu í þéttskipuðum járnbrautarlestum borgarinnar. 183 létust og yfir 700 slösuðust í þessum verstu hryðjuverkum sem dunið hafa yfir borgina í hálfan annan áratug. Erfitt hefur reynst að bera kennsl á líkin og því bíða margir enn á milli vonar og ótta eftir að fá fregnir af ástvinum sínum. Aðrir fengu sínar verstu áhyggjur staðfestar.

Enn er óvíst hverjir bera ábyrgð á tilræðunum en í morgun neituðu tvær af helstu hreyfingum aðskilnaðarsinna í Kasmír-héraði allri aðild að þeim. Indverskir ráðamenn hafa brugðist reiðir við þeirri skýringu Pakistana að deilur ríkjanna um Kasmír sé rót ódæðanna. Þeir segjaað í því felist að Pakistanar séu ekki tilbúnir til samvinnu við sig um uppræta hryðjuverk fyrr en ágreiningurinn um héraðið hefur verið leystur. Grunnt hefur verið á því góða með Pakistönum og Indverjum vegna Kasmír og hafa ríkin háð þrjú stríð vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×