Erlent

Appelsínubyltingin súrnar

Átök brutust út í þinghúsinu í Kænugarði.
Átök brutust út í þinghúsinu í Kænugarði. MYND/AP

Ný ríkisstjórn er tekin við völdum í Úkraínu, sem kommúnistar og sósíalistar eiga sæti í, en hún er talin hliðholl valdhöfum í Rússlandi. Stjórnarskiptin eru reiðarslag fyrir Viktor Jústjenkó forseta og bandamenn hans úr rauðgulu fylkingunni enda mun erkióvinur hans, Viktor Janukovits, setjast í stól forsætisráðherra. Ríkisstjórn þeirra féll á dögunum þegar sósíalistar hættu að styðja hana. Til átaka kom í þinghúsinu í Kænugarði á milli þingmanna eins af nýju stjórnarflokkunum og flokks Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar ljóst var að dagar stjórnarinnar væru taldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×