Erlent

Haniyeh biðlar til alþjóðasamfélagsins

Haniyeh á fundi heimastjórnarinnar í dag.
Haniyeh á fundi heimastjórnarinnar í dag. MYND/AP

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, biðlaði í dag til alþjóðasamfélagsins um að koma að friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Óöld hefur geisað þar undanfarnar vikur sem kostað hefur tugir manna lífið og mun fleiri hafa særst. Haniyeh sagði á fundi sínum með palestínsku heimastjórninni á vikulegum fundi hennar í Gaza-borg í dag að erlendir aðilar yrðu að koma Palestínumönnum á Gaza-svæðinu til hjálpar hið fyrsta. Ísraelsher hefur ekki viljað taka undir alvarleika ástandsins en heldur hins vegar áfram að flytja mannskap og búnað yfir landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×