Erlent

Tillaga Japana um refsiaðgerðir ekki borin upp

Mynd/gettyimages
Tillaga Japana um refsiaðgerðir gegn Norður Kóreumönnum var ekki borin upp í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Tillagan fól í sér að Norður Kóreumönnum yrði refsað fyrir eldflaugatilraunir sem þeir gerðu í síðustu viku. Stuðningsmenn tillögunnar ákváðu að fresta henni í þeirri von að Kínverjum tækist að þrýsta á ráðamenn í Pyongyang að setjast að samningaborðinu og ræða um kjarnorkuáætlun sína. Sendiherra Kínverja kynnti Öryggisráðinu í gær nýja tillögu er lýtur að Norður Kóreu. Þar eru ríki heims hvött til að standa ekki í viðskiptum við Norður Kóreumenn með ýmsan tæknibúnað í stað þess að blátt bann verði lagt við slíkum viðskiptum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×