Hús hrynur til grunna á Manhattan

Hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York nú fyrir skemmstu. Lögregla segir líklegast að sprenging sé orsökin en vill þó ekki staðfesta það. Að því er Reuters-fréttastofan hermir var húsið fjórar hæðir og voru meðal annars læknastofur þar innandyra.