Ísraelski hermaðurinn enn í haldi

Leiðtogi Hamas, Khaled Mashaal, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í Damaskus í Sýrlandi í morgun að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit yrði ekki látinn laus nema að Ísraelar létu sjálfir palestínska fanga úr haldi. Mashaal, sem er eftirlýstur í Ísrael og því í útlegð í Sýrlandi, sagði að farið yrði með Gilad eins og stríðsfanga.