Erlent

Flugslys í Síberíu

Talið er að hemlunarbúnaður hafi bilað þegar flugmenn Airbus A-310 farþegaflugvélar misstu stjórn á vélinni við lendingu í Irkutsk í Síberíu í fyrrinótt. Að minnsta kosti hundrað tuttugu og tveir létust í slysinu og hátt í sextíu slösuðust. Þetta er annað stóra flugslysið í Rússlandi á aðeins tveimur mánuðum. Um borð í flugvélinni voru alls tvö hundruð og einn, en hún var á leið frá Moskvu til Síberíu. Aðstæður á Irkutsk flugvellinum voru slæmar, mikil rigning og lélegt skyggni. Svo virðist sem flugstjórinn hafi ekki náð að stöðva vélina, sem þaut áfram eftir að flugbrautinni lauk, og fór svo beinustu leið á nærliggjandi byggingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×