Viðskipti erlent

Engar stýrivaxtabreytingar í Bretlandi

Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands.
Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP

Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum mánaðarlegum fundi sínum í dag að fylgja fordæmi evrópska seðlabankans og hækka ekki stýrivexti í dag. Þeir eru 4,5 prósent og hafa staðið óbreyttir í 11 mánuði.

Fjármálasérfræðingar spá því að kyrrstöðunni linni senn og muni bankinn hækka stýrivexti fyrir árslok.

Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, sagði hins vegar í síðustu viku að veiking hlutabréfamarkaða og hátt gengi breska pundsins hefði slegið á verðbólguóttann. Þrátt fyrir hækkun á eldsneytis- og raforkuverði þá hafi hækkanirnar ekki skilað sér út í verðlagið líkt og óttast var, að hans sögn.

Í stjórn peningamálanefndar Englandsbanka sitja sjö stjórnarmenn. Þeir eiga að vera níu en einn hefur sagt sig úr stjórninni auk þess sem David Walton, einn þeirra, lést í síðasta mánuði. Walton hafði lengi vel verið sá eini sem ekki var fylgjandi óbreyttum stýrivöxtum Englandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×