Erlent

Norður-Kóreumenn hyggjast skjóta fleiri flaugum á loft

Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ekki vera bundin af yfirlýsingum sínum um að fresta eldflaugatilraunum. Þvert á móti hyggjast Norður-Kóreumenn skjóta fleiri flaugum á loft.

Norður Kóreumenn skutu 7 eldflaugum á loft í gær og var ein þeirra langdræg. Hún er sögð hafa flogið í um sjö mínútur og því má segja að tilraunir þeirra hafi mistekist algjörlega.

Leiðtogar heims hafa fordæmt tilraunirnar og sagt þær gerðar til að ögra og ógna friði landa á milli. Boðað var til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær vegna málsins og þar var ályktunartillaga Japana þar sem skorað er á Norður-Kóreumenn að láta þegar í stað af tilraununum. Þá hafa Kínverjar ákveðið að senda sinn aðalsamningamann í kjarnorkuviðræðum við Norður Kóreu til Pjongjanf í næstu viku en tilgangur hans er að hefja samningaviðræður á nýjan leik en Viðræður við Norður-Kóreumenn um kjarnorkumál hafa staðið yfir með hléum undanfarin ár og telja stjórnmálaskýrendur að tilraunir þeirra nú séu öðru fremur liður í að bæta samningsstöðu sína í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×