Sendifulltrúi SÞ gagnrýnir Ísraelsmenn 5. júlí 2006 22:14 MYND/AP Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku. Erlent Fréttir Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Sjá meira
Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku.
Erlent Fréttir Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Sjá meira