Fagnar samstarfi Renault, Nissan og GM 4. júlí 2006 15:27 Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, í umhverfisvænum bíl. Mynd/AFP Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. Gengi bréfa í Renault lækkuðu um tæp 2 prósent á mörkuðum í dag. Franska ríkið á 15,33 prósenta hlut í Renault og fer með 18,78 prósent atkvæðaréttar á hluthafafundi fyrirtækisins. Að sögn forsvarsmanna GM, Renault og Nissan er í farvatninu að stofna bílarisa sem verði 100 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 7.500 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði. Sagði Loos að samstarfið yrði erfitt og verði Renault að ganga vel til verks. „General Motors er í erfiðri stöðu vegna vandamála sem eiga ekkert skylt við bíla," sagði hann og vísaði til þess að GM hafi sagt upp 35.000 manns og ætli að loka nokkrum verksmiðjum víðs vegar um Bandaríkin á næstu tveimur árum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. Gengi bréfa í Renault lækkuðu um tæp 2 prósent á mörkuðum í dag. Franska ríkið á 15,33 prósenta hlut í Renault og fer með 18,78 prósent atkvæðaréttar á hluthafafundi fyrirtækisins. Að sögn forsvarsmanna GM, Renault og Nissan er í farvatninu að stofna bílarisa sem verði 100 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 7.500 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði. Sagði Loos að samstarfið yrði erfitt og verði Renault að ganga vel til verks. „General Motors er í erfiðri stöðu vegna vandamála sem eiga ekkert skylt við bíla," sagði hann og vísaði til þess að GM hafi sagt upp 35.000 manns og ætli að loka nokkrum verksmiðjum víðs vegar um Bandaríkin á næstu tveimur árum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira