Erlent

Varaforsætisráðherra heimastjórnarinnar í haldi

Ísraelskar herþyrlur skutu flugskeyti að bíl herskárra Palestínumanna í Gaza-borg í dag. Vitni segja að flugskeytið hafi þó geigað. Einn leiðtoga samtakanna Heilags stríðs mun hafa komist undan á flótta. Vegfarandi, ungur drengur, mun hafa særst og var þegar fluttur á sjúkrahús.

Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur ekki verið jafn þrungið spennu í langan tíma en ísraelskar hersveitir hafa tekið sér stöðu á Gaza-svæðinu og handtekið ráðherra og þingmenn Hamas-samtakanna til að knýja um að nítján ára ísraelskum hermanni, Gilad Shalit, verði sleppt úr haldi herskárra Palestínumanna.

Shalit var rænt í árás á sunnudagsmorguninn. Meðal þeirra ráðherra sem Ísarelsmenn hafa handtekið er Nasser Shaer, vara-forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×