Heil hljóðbók ókeypis á netinu 27. júní 2006 13:45 Steinunn Sigurðardóttir hreif lesendur upp úr skónum með skáldsögunni Sólskinshestur um síðustu jól. Nú kemur þessi metsölubók í senn út í kilju og sem net-hljóðbók í lestri höfundar sjálfs og verður þessi netgerð boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals af vefsíðunni edda.is næstu vikurnar. Það er í fyrsta sinn sem slík net-bók er gefin út óstytt hér á landi. Fagnað verður þessari tvöföldu útgáfu með Steinunnarkvöldi í Iðusal í Lækjargötu í Reykjavík fimmtudaginn 29. júní kl. 20.00. Hallgrímur Thorsteinsson, fjölmiðlamaðurinn góðkunni, og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verk hennar. Steinunn les úr Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóðinu "Einu-sinni-var-landið" sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Aðgangur og ókeypis og er öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. Útgáfa Sólskinshests sem net-hljóðbók eru tíðindi í íslenskri útgáfusögu. Í fyrsta sinn hérlendis er almenningi boðið að sækja sér heila bók í lestri höfundar á netinu á mp3 sniði. Útgáfa á hljóðbókum á þessu sniði er mjög að sækja í sig veðrið á alþjóðavísu og Edda útgáfa og Steinunn Sigurðardóttir ríða á vaðið hérlendis og bjóða aðgang að bókinni gjaldfrítt fyrstu vikurnar. Öruggt er að þeir mörgu sem eiga hljóðsmala fyrir mp3-skrár munu fagna þessu framtaki. Sólskinshestur hlaut stórkostlegar viðtökur gagnrýnenda og bókakaupenda þegar hún kom út í fyrrahaust. Skapti Þ. Halldórsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði um bókina "Sumar bækur hitta beint í hjartastað. Sólskinshestur er af þeirri náttúru." Úlfhildur Dagsdóttir sagði á bokmenntir.is: "Sólskinshestur er frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð." Útgefendur Steinunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Sólskinshesti og standa þýðingar bókarinnar yfir á þessi tungumál fyrir dyrum. Rowohlt, útgefandi Steinunnar í Þýskalandi, gaf nýlega út Ástin fiskanna á þýsku og hefur hún fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Gagnrýnandi NDR, Norðurþýska útvarpsins, sagði að Steinunn Sigurðardóttir "segði frá af einstakri ástríðu og ákefð", en það stafaði ekki af því að í bókinni væri ástini "lýst í skærum og ágengum litum. Ástin fiskanna er stutt og lítil bók sem er einmitt áhrifarík vegna þess hvað hún er stutt." Útbreiddasta kvennatímarit Þýskalands, Brigitte, sagði bókina "eina voldugustu varnarræðu fyrir ástina sem samin hefur verið." Og svissneska stórblaðið Neue Zürcher Zeitung sagði: "Þetta er bók sem maður vill leggja jafnt konum sem körlum að hjarta - að minnsta kosti öllum þeim sem brjóta heilann um leynardóma hins kynsins og gefast ekki upp við að komast til botns í þeim." Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Steinunn Sigurðardóttir hreif lesendur upp úr skónum með skáldsögunni Sólskinshestur um síðustu jól. Nú kemur þessi metsölubók í senn út í kilju og sem net-hljóðbók í lestri höfundar sjálfs og verður þessi netgerð boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals af vefsíðunni edda.is næstu vikurnar. Það er í fyrsta sinn sem slík net-bók er gefin út óstytt hér á landi. Fagnað verður þessari tvöföldu útgáfu með Steinunnarkvöldi í Iðusal í Lækjargötu í Reykjavík fimmtudaginn 29. júní kl. 20.00. Hallgrímur Thorsteinsson, fjölmiðlamaðurinn góðkunni, og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verk hennar. Steinunn les úr Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóðinu "Einu-sinni-var-landið" sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Aðgangur og ókeypis og er öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. Útgáfa Sólskinshests sem net-hljóðbók eru tíðindi í íslenskri útgáfusögu. Í fyrsta sinn hérlendis er almenningi boðið að sækja sér heila bók í lestri höfundar á netinu á mp3 sniði. Útgáfa á hljóðbókum á þessu sniði er mjög að sækja í sig veðrið á alþjóðavísu og Edda útgáfa og Steinunn Sigurðardóttir ríða á vaðið hérlendis og bjóða aðgang að bókinni gjaldfrítt fyrstu vikurnar. Öruggt er að þeir mörgu sem eiga hljóðsmala fyrir mp3-skrár munu fagna þessu framtaki. Sólskinshestur hlaut stórkostlegar viðtökur gagnrýnenda og bókakaupenda þegar hún kom út í fyrrahaust. Skapti Þ. Halldórsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði um bókina "Sumar bækur hitta beint í hjartastað. Sólskinshestur er af þeirri náttúru." Úlfhildur Dagsdóttir sagði á bokmenntir.is: "Sólskinshestur er frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð." Útgefendur Steinunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Sólskinshesti og standa þýðingar bókarinnar yfir á þessi tungumál fyrir dyrum. Rowohlt, útgefandi Steinunnar í Þýskalandi, gaf nýlega út Ástin fiskanna á þýsku og hefur hún fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Gagnrýnandi NDR, Norðurþýska útvarpsins, sagði að Steinunn Sigurðardóttir "segði frá af einstakri ástríðu og ákefð", en það stafaði ekki af því að í bókinni væri ástini "lýst í skærum og ágengum litum. Ástin fiskanna er stutt og lítil bók sem er einmitt áhrifarík vegna þess hvað hún er stutt." Útbreiddasta kvennatímarit Þýskalands, Brigitte, sagði bókina "eina voldugustu varnarræðu fyrir ástina sem samin hefur verið." Og svissneska stórblaðið Neue Zürcher Zeitung sagði: "Þetta er bók sem maður vill leggja jafnt konum sem körlum að hjarta - að minnsta kosti öllum þeim sem brjóta heilann um leynardóma hins kynsins og gefast ekki upp við að komast til botns í þeim."
Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira