Ham á Nasa 26. júní 2006 18:00 MYND/ Gúndi Þann 29. júní verða hörkutónleikar á Nasa í Reykjavík. Þar stígur á svið ein af merkilegri hljómsveitum íslenskrar tónlistarsögu Ham, ásamt mjög svo sérstökum gestum, drengjunum úr 9/11's. Húsið opnar kl. 21 og stíga 9/11's á svið kl. 22. Miðaverð er aðeins 2.000 kr. og mjög takmarkað magn miða er í boði. Ham þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en sveitin hóf feril sinn árið 1988. Sveitin málaði bæinn rauðan með tónleikahaldi og krafti næstu ár - það eru ugglaust margir sem ósjálfrátt fara að hreyfa höfuðið í taktfastri sveiflu þegar þeir rifja upp tónleika í Norðurkjallara MH eða á Duus húsi. Stuttskífan Hold kom út árið 1988 og er hún fyrir marga hluti merkileg. Þar má finna lög eins og: Hold, Svín, Auður Sif, Transylvanía og Trúboðssleikjari en Hrafn Gunnlaugsson, sem þekktur er fyrir annað en tepruskap, bannaði sýningu myndbandsins í Ríkissjónvarpinu vegna ofbeldis. Buffalo Virgin kom út ári síðar og var stefnt á heimsfrægð. Þrátt fyrir hæfileika, frábært efni og síðast en ekki síst frábæra sviðsframkomu varð ekkert úr heimsfrægð Ham. Aðrar plötur Ham eru Saga Rokksins 1988 til 1993, Dauður Hestur og tónleikaplöturnar: Ham lengi lifi, CBGB's 7. ágúst 1993 og Skert flog. Ham lagðist í dvala eftir magnaða tónleika í Tunglinu þann 4. júní 1994. Hún hefur komið fram í kringum 2 viðburði síðan. Fyrst þegar Rammstein komu til landsins árið 2001 og síðan á Hætta tónleikum í Laugardalshöllinni þann 7. janúar sl. Sveitin kemur til með að leika sínar helstu perlur - jafnvel eitthvað óvænt líka - og má búast við sveittu stuði á Nasa. Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Þann 29. júní verða hörkutónleikar á Nasa í Reykjavík. Þar stígur á svið ein af merkilegri hljómsveitum íslenskrar tónlistarsögu Ham, ásamt mjög svo sérstökum gestum, drengjunum úr 9/11's. Húsið opnar kl. 21 og stíga 9/11's á svið kl. 22. Miðaverð er aðeins 2.000 kr. og mjög takmarkað magn miða er í boði. Ham þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en sveitin hóf feril sinn árið 1988. Sveitin málaði bæinn rauðan með tónleikahaldi og krafti næstu ár - það eru ugglaust margir sem ósjálfrátt fara að hreyfa höfuðið í taktfastri sveiflu þegar þeir rifja upp tónleika í Norðurkjallara MH eða á Duus húsi. Stuttskífan Hold kom út árið 1988 og er hún fyrir marga hluti merkileg. Þar má finna lög eins og: Hold, Svín, Auður Sif, Transylvanía og Trúboðssleikjari en Hrafn Gunnlaugsson, sem þekktur er fyrir annað en tepruskap, bannaði sýningu myndbandsins í Ríkissjónvarpinu vegna ofbeldis. Buffalo Virgin kom út ári síðar og var stefnt á heimsfrægð. Þrátt fyrir hæfileika, frábært efni og síðast en ekki síst frábæra sviðsframkomu varð ekkert úr heimsfrægð Ham. Aðrar plötur Ham eru Saga Rokksins 1988 til 1993, Dauður Hestur og tónleikaplöturnar: Ham lengi lifi, CBGB's 7. ágúst 1993 og Skert flog. Ham lagðist í dvala eftir magnaða tónleika í Tunglinu þann 4. júní 1994. Hún hefur komið fram í kringum 2 viðburði síðan. Fyrst þegar Rammstein komu til landsins árið 2001 og síðan á Hætta tónleikum í Laugardalshöllinni þann 7. janúar sl. Sveitin kemur til með að leika sínar helstu perlur - jafnvel eitthvað óvænt líka - og má búast við sveittu stuði á Nasa.
Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira