Frá og með laugardeginum 17. júní býðst gestum Árbæjarsafns að sjá nýja sýningu er nefnist Diskó & Pönk - ólíkir straumar? Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á menningu ungs fólks í Reykjavík og nágrenni á árunum 1975 - 1985. Tveir tískustraumar þessara ára, diskó og pönk, eru þar í forgrunni.
Sýningin er samvinnuverkefni Minjasafns Reykjavíkur og Smekkleysu SM ehf.
Sýningin á sérstaklega að höfða til ungmenna, en allir þeir sem muna þennan tíma ættu að geta haft gaman af henni.