Sýningin "Magn er gæði" 15. júní 2006 18:00 Myndhöggvarafélagið í Reykjavík opnar laugardaginn 17. júní kl:15:00 sýninguna "Magn er Gæði" þar sem 48 félagar sýna postulínsverk. Þarna gefst listunnendum fágætt tækifæri til að sjá ýmsa okkar helstu samtímalistamanna vinna með sama efnið en samt með sínum eigin persónulega stíl. Sýningin er í Nýlistasafninu, Laugarvegi 26 (gengið inn frá Grettisgötu). Steingrímur Eyfjörð, sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári og hefur átt stóran hlut í skipulagningu þessarar sýningar segir ; " Þegar við hugsum um efnið postulín, þá verðum við strax vör við þá tilfinningu að það tilheyri heimi nytja- og skrauthluta. Þeir sem nota það eru leirkerasmiðir og fyrirtæki sem sérhæfa sig í skrautmunum og búsáhöldum. Daglegt líf er stór þáttur í merkingu og hlutverki þessa efnis. Hugmyndin með að fá listamenn til að vinna með postulín, er tilraun til að gefa efninu og hlutverki þess aðra merkingu og möguleika. Efnistök og fagurfræðileg nálgun gildir einu, vegna þess að tilraunin sem slík leysir upp hlutverk efnisins og réttlætir gildi sýningarinnar. Gildið felst í magninu en ekki gæðum verkanna, en ef hægt er að tala um gæði þá er það mismunandi tilraunir með hlutverk efnisins en ekki fáguð efnisnotkun. Á einhven hátt sjáum við afrakstur á því stigi, þegar tilraun mun leiða að öðrum verkum í ófyrirséðu samhengi. Gestir sýningarinnar fá að skyggnast inn í heim þreifinga og tilrauna, áður en raunveruleg skref eru tekin með meðhöndlun þessa næstum dogmatíska efnis. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík á rætur sínar í svonefndum Útisýningum á Skólavörðuholti á sjöunda áratugnum, en var formlega stofnað 1972. Félagið hefur löngum verið virkt í sýningarhaldi bæði innan dyra sem utan, í Reykjavík en einnig úti á landi og m.a. verið þáttakandi í Listahátíð í Reykjavík og Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000. Félagið hefur átt frumkvæði að sýningunum List um landið, Strandlengjan I og II, Firma ´99 auk fjölda annarra útisýninga víða um land og erlendis. Þá tekur félagið um þessar mundir þátt í alþjóðlegu listverkefni, Site Ations Sense in Place. Af því tilefni er hægt að skoða útilistaverk í Viðey, kynningu á verkefninu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi og sýningu nemenda í Austurbæjarskóla í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi. Helstu verkefni félagsins, utan sýningarhalds, hafa snúið að vinnuaðstöðu og starfsskilyrðum myndhöggvara. Fyrstu tvo áratugina var félagið með aðstöðu á Korpúlfsstöðum og byggði þar upp öflugt starf sem setti mikið svipmót á myndlistarlífið í landinu. Árið 1993 gerði félagið leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af Nýlendugötu 15 og rekur þar verkstæði og vinnustofur. Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags frá kl:13:00 - 17:00 og stendur til 9. júlí. Öll verkin á sýningunni eru til sölu hjá listamönnunum. Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík opnar laugardaginn 17. júní kl:15:00 sýninguna "Magn er Gæði" þar sem 48 félagar sýna postulínsverk. Þarna gefst listunnendum fágætt tækifæri til að sjá ýmsa okkar helstu samtímalistamanna vinna með sama efnið en samt með sínum eigin persónulega stíl. Sýningin er í Nýlistasafninu, Laugarvegi 26 (gengið inn frá Grettisgötu). Steingrímur Eyfjörð, sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári og hefur átt stóran hlut í skipulagningu þessarar sýningar segir ; " Þegar við hugsum um efnið postulín, þá verðum við strax vör við þá tilfinningu að það tilheyri heimi nytja- og skrauthluta. Þeir sem nota það eru leirkerasmiðir og fyrirtæki sem sérhæfa sig í skrautmunum og búsáhöldum. Daglegt líf er stór þáttur í merkingu og hlutverki þessa efnis. Hugmyndin með að fá listamenn til að vinna með postulín, er tilraun til að gefa efninu og hlutverki þess aðra merkingu og möguleika. Efnistök og fagurfræðileg nálgun gildir einu, vegna þess að tilraunin sem slík leysir upp hlutverk efnisins og réttlætir gildi sýningarinnar. Gildið felst í magninu en ekki gæðum verkanna, en ef hægt er að tala um gæði þá er það mismunandi tilraunir með hlutverk efnisins en ekki fáguð efnisnotkun. Á einhven hátt sjáum við afrakstur á því stigi, þegar tilraun mun leiða að öðrum verkum í ófyrirséðu samhengi. Gestir sýningarinnar fá að skyggnast inn í heim þreifinga og tilrauna, áður en raunveruleg skref eru tekin með meðhöndlun þessa næstum dogmatíska efnis. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík á rætur sínar í svonefndum Útisýningum á Skólavörðuholti á sjöunda áratugnum, en var formlega stofnað 1972. Félagið hefur löngum verið virkt í sýningarhaldi bæði innan dyra sem utan, í Reykjavík en einnig úti á landi og m.a. verið þáttakandi í Listahátíð í Reykjavík og Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000. Félagið hefur átt frumkvæði að sýningunum List um landið, Strandlengjan I og II, Firma ´99 auk fjölda annarra útisýninga víða um land og erlendis. Þá tekur félagið um þessar mundir þátt í alþjóðlegu listverkefni, Site Ations Sense in Place. Af því tilefni er hægt að skoða útilistaverk í Viðey, kynningu á verkefninu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi og sýningu nemenda í Austurbæjarskóla í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi. Helstu verkefni félagsins, utan sýningarhalds, hafa snúið að vinnuaðstöðu og starfsskilyrðum myndhöggvara. Fyrstu tvo áratugina var félagið með aðstöðu á Korpúlfsstöðum og byggði þar upp öflugt starf sem setti mikið svipmót á myndlistarlífið í landinu. Árið 1993 gerði félagið leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af Nýlendugötu 15 og rekur þar verkstæði og vinnustofur. Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags frá kl:13:00 - 17:00 og stendur til 9. júlí. Öll verkin á sýningunni eru til sölu hjá listamönnunum.
Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira