Viðskipti erlent

Merck selur hlut sinn í Schering

Mynd/AFP

Þýska lyfjafyrirtækið Merck hefur samþykkt að selja þýska lyfjaframleiðandanum Bayer AG 21,8 prósenta hlut sinn í Schering og auðvelda yfirtöku Bayer á Schering. Merck keypti óvænt bréf í Schering skömmu fyrir lokun markaða á föstudag í síðustu viku og hefði getað hindrað yfirtökuferlið.

Merck greiddi 88 evrur fyrir hvern hlut í Schering en samkvæmt samkomulaginu fær fyrirtækið einni evru meira fyrir hlutinn. Stjórn Bayer sagði fyrr í vikunni að fyrirtækið væri reiðubúið til að greiða 86 evrur fyrir Schering.

Gengi bréfa allra félaganna hækkaði á mörkuðum í dag við fréttir þess efnis að Merck hefði ákveðið að selja bréf sín. Gengi bréfa í Bayer hækkaði um tæp 8 prósent, Merk hækkaði um 5,6 prósent en bréf í Schering hækkuðu um 2 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×