Lífið

Bryggjudagur í Kópavogi á morgun

Íbúar og fyrirtæki við Kópavogshöfn hafa ákveðið að bjóða Kópavogsbúum og öðrum nágrönnum sínum til bryggjuhátíðar laugardaginn 10. júní nk.

Hátíðin hefst kl. 13:00 með því að Skólahljómsveit Kópavogs hefur upp leik sinn. Kl. 13:30 mun Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri setja hátíðina og síðan tekur við fjölbreytt dagskrá til kl. 17:00 þar sem margir leggja hönd á plóg til að gera hátíðina að góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Tónlist:

Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar

Jón Kjartan Ingólfsson og Magni Gunnarsson leika undir fjöldasöng. Gestir eru hvattir til að koma með hljóðfærin sín og taka lagið með þeim. Gestasöngvari verður Skapti Ólafsson söngvari.

Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau flautuleikarar og Stefanía Ólafsdóttir víóluleikari leika fyrir gesti

Myndlist:

Ýmsir myndlistarmenn úr Kópavogi sýna verk sín

Matarlyst:

Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður og einn af íbúum við höfnina býður gestum að smakka grillað fiskfang.

Ljóðalestur:

Emil Hjörvar Petersen, ungt Kópavogsskáld

Íþróttir

Körfubolti - skotkeppni á vegum körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, yngri flokka.

Handverk - listsmiðja

Siglingar

Árni Kópsson kafari og framkvæmdamaður verður á staðnum og aldrei að vita hverju hann tekur upp á.

Kópavogsbúar og nærsveitamenn eru hvattir til útivistar og allir hvattir til að ganga eða hjóla niður að Kópavogshöfn, kynnast höfninni og skemmta sér saman






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.