REYKJAVIK.COM og REYKJAVIKMAG 9. júní 2006 11:00 Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif. Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif.
Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira