Einvígi háð í Kringlunni í dag 31. maí 2006 15:27 Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. Guðmundur E. Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og núverandi Norður-Evrópumeistari, mætir í dag sænska leikmanninum Cyprian Asamoah, Norður-Evrópumeistara 2002 í sýningarleik í Kringlunni. Guðmundur vakti mikla athygli landans þegar hann varð Íslandsmeistari árið 1994, þá ekki nema 11 ára gamall. Þeim titli hefur hann haldið allar götur síðan, eða í 13 ár samfleytt. Hann er einnig núverandi Norður-Evrópumeistari, bæði í einliða- og tvíliðaleik, og fyrrverandi Noregsmeistari og Bretlandseyjameistari. Auk þess hefur Guðmundur unnið til fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mótherji Guðmundar er heldur ekki af lakari endanum. Svíinn Cyprian Asamoah er fyrrverandi Norður-Evrópumeistari (2002) og hefur unnið fjölda annarra titla á alþjóðlegum vettvangi. Þeir félagar þekkjast vel, enda hafa þeir spilað saman með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö undanfarin tvö ár. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur og Cyprian takast á í leik. Fyrir þremur árum mættust þeir í sýningarleik í íþróttahúsi Smárans og endaði sá bardagi með glæstum sigri Guðmundar. Svíinn vann fyrstu lotuna, 16:14, en þá sagði okkar maður hingað og ekki lengra og vann næstu fjórar lotur, 11:7, 11:7, 11:6 og 11:9. Norður-Evrópumótið 2006Þátttökuþjóðir á Norður-Evrópumótinu eru Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eistland og Litháen. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið.Á mótinu mun Guðmundur freista þess að verja titilinn frá 2004, Norður-Evrópumeistari í borðtennis.Keppt er í liðakeppni karla og kvenna, einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið. Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna og tvíliðaleik karla og kvenna fara fram sunnudaginn 4. maí klukkan 11:00 - 13:00. Liða- og tvenndarkeppni lýkur laugardaginn 3. júní.Verðlaunaafhending fer fram klukkan 14:00 á sunnudeginum.Frá FF Malmö til Eslöv Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur leikið undanfarin tvö ár með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö og náð þar góðum árangri. Hann, ásamt félögum sínum, hefur þó orðið að láta sér lynda silfrið í sænsku deildinni þar sem nágrannar þeirra í Eslöv hafa hreppt titilinn undanfarin ár. Guðmundur hefur því tekið ákvörðun um að flytja sig til og mun hann leika með Eslöv á næstu leiktíð, þar sem hann kemur einnig til með að spila í meistaradeild Evrópu. Íþróttir Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. Guðmundur E. Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og núverandi Norður-Evrópumeistari, mætir í dag sænska leikmanninum Cyprian Asamoah, Norður-Evrópumeistara 2002 í sýningarleik í Kringlunni. Guðmundur vakti mikla athygli landans þegar hann varð Íslandsmeistari árið 1994, þá ekki nema 11 ára gamall. Þeim titli hefur hann haldið allar götur síðan, eða í 13 ár samfleytt. Hann er einnig núverandi Norður-Evrópumeistari, bæði í einliða- og tvíliðaleik, og fyrrverandi Noregsmeistari og Bretlandseyjameistari. Auk þess hefur Guðmundur unnið til fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mótherji Guðmundar er heldur ekki af lakari endanum. Svíinn Cyprian Asamoah er fyrrverandi Norður-Evrópumeistari (2002) og hefur unnið fjölda annarra titla á alþjóðlegum vettvangi. Þeir félagar þekkjast vel, enda hafa þeir spilað saman með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö undanfarin tvö ár. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur og Cyprian takast á í leik. Fyrir þremur árum mættust þeir í sýningarleik í íþróttahúsi Smárans og endaði sá bardagi með glæstum sigri Guðmundar. Svíinn vann fyrstu lotuna, 16:14, en þá sagði okkar maður hingað og ekki lengra og vann næstu fjórar lotur, 11:7, 11:7, 11:6 og 11:9. Norður-Evrópumótið 2006Þátttökuþjóðir á Norður-Evrópumótinu eru Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eistland og Litháen. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið.Á mótinu mun Guðmundur freista þess að verja titilinn frá 2004, Norður-Evrópumeistari í borðtennis.Keppt er í liðakeppni karla og kvenna, einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið. Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna og tvíliðaleik karla og kvenna fara fram sunnudaginn 4. maí klukkan 11:00 - 13:00. Liða- og tvenndarkeppni lýkur laugardaginn 3. júní.Verðlaunaafhending fer fram klukkan 14:00 á sunnudeginum.Frá FF Malmö til Eslöv Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur leikið undanfarin tvö ár með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö og náð þar góðum árangri. Hann, ásamt félögum sínum, hefur þó orðið að láta sér lynda silfrið í sænsku deildinni þar sem nágrannar þeirra í Eslöv hafa hreppt titilinn undanfarin ár. Guðmundur hefur því tekið ákvörðun um að flytja sig til og mun hann leika með Eslöv á næstu leiktíð, þar sem hann kemur einnig til með að spila í meistaradeild Evrópu.
Íþróttir Lífið Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira