Mittal Steel hækkar tilboð í Arcelor 19. maí 2006 11:09 Mittalfeðgar á stjórnarfundi fyrirtækisins. Mynd/AFP Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns Bretlands, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í franska stálframleiðslufyrirtækinu Arcelor í 25,8 milljarða evrur en það er 34 prósenta hækkun frá fyrra tilboði. Stjórn Arcelor hefur lýst sig mótfallna tilboðinu. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á einn hlut í Mittal Steel auk 11,10 evru greiðslu fyrir hvern hlut í Arcelor. Tilboð Mittal Steel í Arcelor var gert opinbert í gær en það hljóðaði upp á 21 milljarð evra. Í kjölfarið voru viðskipti með bréf í báðum fyrirtækjunum stöðvuð í nokkrum kauphöllum, m.a. á samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext í París og Amsterdam og í kauphöll Spánar. Samþykki stjórnin yfirtökutilboðið mun verða til einn stærsti stálframleiðandi í heimi. Stjórn Arcelor kemur saman í dag til að meta yfirtökutilboðið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns Bretlands, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í franska stálframleiðslufyrirtækinu Arcelor í 25,8 milljarða evrur en það er 34 prósenta hækkun frá fyrra tilboði. Stjórn Arcelor hefur lýst sig mótfallna tilboðinu. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á einn hlut í Mittal Steel auk 11,10 evru greiðslu fyrir hvern hlut í Arcelor. Tilboð Mittal Steel í Arcelor var gert opinbert í gær en það hljóðaði upp á 21 milljarð evra. Í kjölfarið voru viðskipti með bréf í báðum fyrirtækjunum stöðvuð í nokkrum kauphöllum, m.a. á samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext í París og Amsterdam og í kauphöll Spánar. Samþykki stjórnin yfirtökutilboðið mun verða til einn stærsti stálframleiðandi í heimi. Stjórn Arcelor kemur saman í dag til að meta yfirtökutilboðið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira