Stefnumót við engil 18. maí 2006 17:40 Ungversku englarnir voru öllu prúðbúnari en Troma skríllinn. Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma. Cannes Lífið Menning Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Sjá meira
Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma.
Cannes Lífið Menning Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Sjá meira