Viðskipti erlent

Verðbólga innan OECD 2,6 prósent í mars

Verðbólga mældist að meðaltali 2,6 prósent í mars á 12 mánaða tímabili í löndum innan Efnhags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Í febrúar mældist verðbólgan 2,8 prósent á 12 mánaða tímabili. Verðbólga innan OECD hækkaði um 0,4 prósent frá febrúar til mars. Á milli janúar og febrúar hækkaði hún hins vegar um 0,2 prósent.

Orkuverð hækkaði um 12,7 prósent á sama tíma. Í febrúar, á 12 mánaða tímabili, hækkaði hún hins vegar um 14,5 prósent. Matvöruverð hækkaði um 1,4 prósent á sama tímabili en hækkunin nam 1,8 prósentum í febrúar. Ef matvöru- og orkuverð er undanskilið öðrum þáttum er hækkunin óbreytt frá febrúar til mars, eða 1,8 prósent.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,2 prósent á sama tímabili en var 2,4 prósent í febrúar. Hækkun á milli mánaða nemur 0,6 prósentum í mars og febrúar en 0,3 prósentum frá janúar til febrúar. Til samanburðar var mældist verðbólgan 3,4 prósent í mars á 12 mánaða tímabili í Bandaríkjunum en hún var 3,6 í febrúar. Í Japan mældist verðbólgan 0,3 prósent á sama tímabili.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×