Tónlistarhús, mælskusnilld, stjórnmál og heimsmeistarakeppni 29. apríl 2006 21:46 Sjaldan hefur maður heyrt jafnmikið tuð yfir einum hlut og tónlistarhúsinu sem á að byggja í Reykjavík - og hefur staðið til að reisa í marga áratugi. Á sama tíma kvartar enginn undan endalausum íþróttabyggingum út um allt land. Nú er verið að byggja við Laugardalsvöllinn, í Laugardalnum er nýbúið að reisa yfirbyggða sundlaug og viðbyggingu við Laugardalshöllina. Tröllaukin knattspyrnuhús rísa út um allt land - þegar ég var á Reyðarfirði um daginn sá ég að þar er í smíðum slíkt hús - en þegar loks á að byggja hús yfir tónlistina í landinu fárast menn yfir óþarfa og bruðli. Á það er samt að líta af svona hús yrði ekki bara mikilvæg menningarstofnun, heldur gæti það hleypt miklu lífi í borgina. Byggingar af þessu tagi hafa margfeldisáhrif - Egill Ólafsson lýgur engu um það. Um slíkt eru mörg nýleg dæmi úr erlendum borgum, maður getur nefnt af handahófi Bilbao, Kaupmannahöfn og Montpellier. Borg sem á engar glæsibyggingar er flatneskja. --- --- --- Í tilefni kosninganna er rétt að taka fram að tengslin milli mælsku og stjórnvisku eru ekki einhlít. Margir ágætir stjornvitringar eins og Bjarni Benediktsson, Per Albin Hanson, Helmut Kohl og Gro Harlem Brundtland hafa verið lélegir ræðumenn. Halldór Ásgrímsson er ekki góður ræðumaður heldur og því síður Geir Haarde. Einar Olgeirsson var hins vegar góður ræðumaður. Hann hafði samt hérumbil alltaf rangt fyrir sér. Það var Gunnar Thoroddsen líka. Davíð Oddsson gat stundum verið góður, en Bill Clinton og Churchill teljast vera ræðusnillingar. Það voru Hitler og Göbbels líka. Stalín var hins vegar óáheyrilegur. --- --- --- Mikið er það virðingarvert af knattspyrnuþjálfaranum Luiz Felipe Scolari að nenna ekki að standa í bresku pressunni. Hún var búin að tjalda utan við hús hans í tvo sólarhringa þegar hann hætti við að verða þjálfari enska landsliðsins. Sagðist ekki ætla að eyða lífi sínu í svona rugl. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er að byrja í Þýskalandi eftir rúman mánuð. Líklegustu sigurvegararnir eru Brasilía, Ítalía og Argentína. Englendingar eru ekki í þessum hópi þótt þeir haldi það sjálfir. Það er alltaf fyndið að fylgjast með bresku pressunni, hvernig hún spanar sig upp, fjallar um Beckham eða Lampard á tíu blaðsíðum á dag - og svo vonbrigðin sem grípa um sig þegar sannleikurinn kemur í ljós. Þetta er svona dálítið eins og Íslendingar og Evróvision. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Sjaldan hefur maður heyrt jafnmikið tuð yfir einum hlut og tónlistarhúsinu sem á að byggja í Reykjavík - og hefur staðið til að reisa í marga áratugi. Á sama tíma kvartar enginn undan endalausum íþróttabyggingum út um allt land. Nú er verið að byggja við Laugardalsvöllinn, í Laugardalnum er nýbúið að reisa yfirbyggða sundlaug og viðbyggingu við Laugardalshöllina. Tröllaukin knattspyrnuhús rísa út um allt land - þegar ég var á Reyðarfirði um daginn sá ég að þar er í smíðum slíkt hús - en þegar loks á að byggja hús yfir tónlistina í landinu fárast menn yfir óþarfa og bruðli. Á það er samt að líta af svona hús yrði ekki bara mikilvæg menningarstofnun, heldur gæti það hleypt miklu lífi í borgina. Byggingar af þessu tagi hafa margfeldisáhrif - Egill Ólafsson lýgur engu um það. Um slíkt eru mörg nýleg dæmi úr erlendum borgum, maður getur nefnt af handahófi Bilbao, Kaupmannahöfn og Montpellier. Borg sem á engar glæsibyggingar er flatneskja. --- --- --- Í tilefni kosninganna er rétt að taka fram að tengslin milli mælsku og stjórnvisku eru ekki einhlít. Margir ágætir stjornvitringar eins og Bjarni Benediktsson, Per Albin Hanson, Helmut Kohl og Gro Harlem Brundtland hafa verið lélegir ræðumenn. Halldór Ásgrímsson er ekki góður ræðumaður heldur og því síður Geir Haarde. Einar Olgeirsson var hins vegar góður ræðumaður. Hann hafði samt hérumbil alltaf rangt fyrir sér. Það var Gunnar Thoroddsen líka. Davíð Oddsson gat stundum verið góður, en Bill Clinton og Churchill teljast vera ræðusnillingar. Það voru Hitler og Göbbels líka. Stalín var hins vegar óáheyrilegur. --- --- --- Mikið er það virðingarvert af knattspyrnuþjálfaranum Luiz Felipe Scolari að nenna ekki að standa í bresku pressunni. Hún var búin að tjalda utan við hús hans í tvo sólarhringa þegar hann hætti við að verða þjálfari enska landsliðsins. Sagðist ekki ætla að eyða lífi sínu í svona rugl. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er að byrja í Þýskalandi eftir rúman mánuð. Líklegustu sigurvegararnir eru Brasilía, Ítalía og Argentína. Englendingar eru ekki í þessum hópi þótt þeir haldi það sjálfir. Það er alltaf fyndið að fylgjast með bresku pressunni, hvernig hún spanar sig upp, fjallar um Beckham eða Lampard á tíu blaðsíðum á dag - og svo vonbrigðin sem grípa um sig þegar sannleikurinn kemur í ljós. Þetta er svona dálítið eins og Íslendingar og Evróvision.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun