Ameríkaníseraðasta þjóð í Evrópu 6. apríl 2006 22:45 Afa minn dreymdi um að flytja til Ameríku eins og sumir sveitungar hans gerðu, móðir mín horfði á Kanann koma – mótmælti á Austurvelli 1949. Þegar ég var lítill strákur var ekkert íslenskt sjónvarp, ég fékk stundum að fara í heimsókn til vinar míns að sjá Bonanza. Svo var Kanasjónvarpinu lokað eftir áskorun hundrað menningarvita, en nokkrum árum síðar opnuðu ótal kanasjónvörp í staðinn. Íslendingar reyndust einfærir um að reka þau. Eina frænku mína dreymdi um að fara til New York til að skoða söguslóðir Sex in the City. Hún þurfti kannski ekkert að fara – við nauðaþekkjum Ameríku í gegnum sjónvarpið, borgirnar, fólkið, klisjurnar. Á endanum keypti hún bara alla þættina á DVD. Við lifum í gegnum endalaust Hollwood og sjónvarpsstjörnuslúður eins og liðið í Friends, Bold & Beautiful og 24 séu nákomnir ættingjar. Friends er verið að endursýna í drep, þegar á að spóla áfram í Bold & Beautiful liggur við uppreisn í landinu, en 24, þáttur sem við látum okkur vel líka, virðist vera framleiddur í réttlætingarskyni fyrir fasisma og beitingu pyntinga. --- --- --- Það er merkilegt að sjá þegar ungt fólk er að skrifa pistla í blöðin – þá ritar það yfirleitt um eitthvað sem það hefur verið að horfa á í sjónvarpinu. Eins er þessu farið þegar tekin eru viðtöl við ungt fólk – fegurðardrottningar, fótboltamenn, tónlistarfólk – það er yfirleitt spurt hvaða framhaldsþætti það horfi á. Rétt eins og það sé partur af persónugerðinni. --- --- --- Þetta breytist sjálfsagt ekki þegar Kaninn fer. Hann bara drullast burt og við sitjum uppi með menningargóssið sem hann hefur borið í okkur í sex áratugi. Stefán Snævarr vinur minn kallar Ísland Austur-Iowa. Líklega erum við ameríkaníseraðasta þjóð í Evrópu. Við höfum búið okkur til Litla-Ameríku, bílaþorp sem er dreift út um allar koppagrundir með bensínstöð og þjóðvegasjoppu sem helstu kennileiti. Þannig höfum við átt í sníkjudýrssambandi við Kanann. Það var engin sérstök reisn yfir því. Þó er öllum sama þegar hann fer. Þetta var eiginlega búið. Þeir ráða okkur hvort sem er meira eða minna í gegnum sjónvarpið. Eða kannski færumst við aðeins nær Evrópu? Ráðamenn í Washington eru ekkert sérlega tillitssamir eða nærgætnir. Við skuldum þeim varla mikið. Vonandi er liðin sú tíð að íslenskir stjórnmálamenn telja sig þurfa að gera hvaðeina til að þóknast þeim. Geta þeir til dæmis ekki alveg hætt að verja innrásina í Írak? --- --- --- Eitt enn: Er það ekki nokkuð stór móðgun þegar Bandaríkjamenn láta sig hverfa en gefa okkur í staðinn nokkrar bækur um varnarmál? Bless, bless, við erum að fara. Lesið ykkur bara til! Hérna er handbókin! Svo taka menn við þessu alveg skælbrosandi. Var einhver að tala um þýlyndi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Afa minn dreymdi um að flytja til Ameríku eins og sumir sveitungar hans gerðu, móðir mín horfði á Kanann koma – mótmælti á Austurvelli 1949. Þegar ég var lítill strákur var ekkert íslenskt sjónvarp, ég fékk stundum að fara í heimsókn til vinar míns að sjá Bonanza. Svo var Kanasjónvarpinu lokað eftir áskorun hundrað menningarvita, en nokkrum árum síðar opnuðu ótal kanasjónvörp í staðinn. Íslendingar reyndust einfærir um að reka þau. Eina frænku mína dreymdi um að fara til New York til að skoða söguslóðir Sex in the City. Hún þurfti kannski ekkert að fara – við nauðaþekkjum Ameríku í gegnum sjónvarpið, borgirnar, fólkið, klisjurnar. Á endanum keypti hún bara alla þættina á DVD. Við lifum í gegnum endalaust Hollwood og sjónvarpsstjörnuslúður eins og liðið í Friends, Bold & Beautiful og 24 séu nákomnir ættingjar. Friends er verið að endursýna í drep, þegar á að spóla áfram í Bold & Beautiful liggur við uppreisn í landinu, en 24, þáttur sem við látum okkur vel líka, virðist vera framleiddur í réttlætingarskyni fyrir fasisma og beitingu pyntinga. --- --- --- Það er merkilegt að sjá þegar ungt fólk er að skrifa pistla í blöðin – þá ritar það yfirleitt um eitthvað sem það hefur verið að horfa á í sjónvarpinu. Eins er þessu farið þegar tekin eru viðtöl við ungt fólk – fegurðardrottningar, fótboltamenn, tónlistarfólk – það er yfirleitt spurt hvaða framhaldsþætti það horfi á. Rétt eins og það sé partur af persónugerðinni. --- --- --- Þetta breytist sjálfsagt ekki þegar Kaninn fer. Hann bara drullast burt og við sitjum uppi með menningargóssið sem hann hefur borið í okkur í sex áratugi. Stefán Snævarr vinur minn kallar Ísland Austur-Iowa. Líklega erum við ameríkaníseraðasta þjóð í Evrópu. Við höfum búið okkur til Litla-Ameríku, bílaþorp sem er dreift út um allar koppagrundir með bensínstöð og þjóðvegasjoppu sem helstu kennileiti. Þannig höfum við átt í sníkjudýrssambandi við Kanann. Það var engin sérstök reisn yfir því. Þó er öllum sama þegar hann fer. Þetta var eiginlega búið. Þeir ráða okkur hvort sem er meira eða minna í gegnum sjónvarpið. Eða kannski færumst við aðeins nær Evrópu? Ráðamenn í Washington eru ekkert sérlega tillitssamir eða nærgætnir. Við skuldum þeim varla mikið. Vonandi er liðin sú tíð að íslenskir stjórnmálamenn telja sig þurfa að gera hvaðeina til að þóknast þeim. Geta þeir til dæmis ekki alveg hætt að verja innrásina í Írak? --- --- --- Eitt enn: Er það ekki nokkuð stór móðgun þegar Bandaríkjamenn láta sig hverfa en gefa okkur í staðinn nokkrar bækur um varnarmál? Bless, bless, við erum að fara. Lesið ykkur bara til! Hérna er handbókin! Svo taka menn við þessu alveg skælbrosandi. Var einhver að tala um þýlyndi?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun